Hjálma afhending

09.06.2020

Þessa daganna eru Kiwanisfélagar um allt land að afhenda hjálma til barna í 1.bekk.

Jörfafélagar hafa afhent hjálma í eftirtalda skóla:  Selásskóla, Árbæjarskóla, Ártúnsskóla, Dalsskóla, Ingunnarskóla og Sæmundarskóla.

Þá hefur afhending í skólunum gengið vel og vandræðalaust  í flestum skólum landsins utan Reykjavíkur. Þar gilda sérstakar reglur sem hefur víða valdið okkur vandræðum.

Sögu verkefnisins má rekja aftur til 1990 þegar hugmyndin kviknaði í samræðum manna á meðal á Norðurlandi. Stefán Jónsson, sem var öflugur félagi Kiwanisklúbbsins Kaldbaks á Akureyri hrinti hugmyndinni í framkvæmd vorið 1991 með tilstyrk Sjóvár, Mjólkursamlagsins og fleiri góðra fyrirtækja ásamt því að leggja til fé úr styrktarsjóði klúbbsins.   Allir 1.bekkingar grunnskóla á Akureyri fengu reiðhjólahjálma til eignar.  Verkefnið mæltist afar vel fyrir og hugmyndin var tekin upp af fleiri klúbbum á Norðurlandi  og einnig sunnan heiða.
2003-4 var Sigurgeir Aðalgeirsson frá Húsavík umdæmisstjóri og þekkti verkefnið vel.  Hann gekkst fyrir því að gera það landsverkefni Kiwanis og leitaði eftir styrktaraðilum til þess.  
Niðurstaðan varð að Eimskip gerðist allsherjarstyrktaraðili við verkefnið og hefur verið það síðan  og reynst ómetanlegur  bakhjarl.  Fyrirtækið hefur með þessu sýnt mikla samfélagslega ábyrgð.
Verkefnið hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana enda kynnt vel á Evrópu- og heimsþingum Kiwanis.  Svo mikla að Kiwanis International veitti  Eimskipum sérstaka viðurkenningu fyrir hana.